Innsetninginn samanstóð af ljósmynd, skjávarpa og vegg.


Ljósmyndin er frá eyðibýli(Heiðarhöfn) frá Langanesi.


Smíðaði ég vegg eftir endilöngu galleríinu til blekkja áhorfandan og minnkaði gallaríið um 70 sm. Bakvið þennan vegg var innsetning með skjávarpa sem varpaði video en innihald þess var tekinn út um hliðarglugga á bíl á ferð. Límband var strekkt milli veggja inní veggnum til að grípa ljósið á ferð sinni. Á enda veggsins var lítið gat og með spegli sendi ég geisla til hliðar á endavegginn á galleríinu en á honum var pappír sem greip þennan síðasta geisla frá skjávarpanum.


Einnig voru inní veggnum skálar með vatni og dropaði niður þvert á stefnu skjávarpans. Á veggnum voru síðan göt þar sem hægt var að horfa á ferð ljós og vatns en áhorfandin sá allt í gegnum spegil sem sneri þar með öllu á hlið. Þar var gert til að auka á kaótíska hreyfingu.


Tenging ljósmyndar og innsetningar í veggnum eru í tímaleysinu, á leiðangri á Langanesinu var myndin tekin, ekki til þessa brúks heldur til minningar um ferðina. Inní veggnum var kaótískt hreyfing sem hafði hvorki upphaf né endi nema í litla geislanum sem varpað var á endavegginn.